Dreifibréf Nr. 6/2009. Inflúensa A (H1N1) (svínainflúensa)

Inflúensa A (H1N1) (svínainflúensa) er tilkynningaskyldur sjúkdómur samkvæmt lögum nr. 19/1997 og 5. gr. reglugerðar nr. 420/2008.

Tilkynna skal til sóttvarnalæknis um eftirfarandi:

Sérhvern sjúkling sem uppfyllir faraldsfræðileg skilyrði inflúensu A (H1N1).
Sérhvern sjúkling sem uppfyllir klínísk OG faraldsfræðileg skilyrði OG rannsóknarniðurstöður sýna merki um sýkingu af inflúensuveiru A sem ekki er hægt að flokka.
Sérhvern sjúkling þar sem rannsóknarniðurstöður uppfylla skilyrði greiningar inflúensuveiru A (H1N1).

Skilgreining sjúkdómstilfellis
Inflúensuveira A (H1N1) (svínainflúensuveira)
ICD kóði U05.9 (J09)

Klínísk skilmerki
Sjúklingur með eitt eftirfarandi einkenna:
- hita >38 °C OG einkenni um bráðra öndunarfærasýkingu,
- lungnabólgu (merki um alvarlegan öndunarfærasjúkdóm),
- andlát af völdum alvarlegs öndunarfærasjúkdóms.

Rannsóknarskilmerki
Að minnsta kosti eitt af eftirtöldum prófum jákvætt:
- RT-PCR,
- veiruræktun (krefst BSL 3 aðstöðu),
- fjórföld hækkun á inflúensuveiru A (H1N1) sértækum mótefnum (krefst paraðra sýna í bráðum sjúkdómi og í afturbata með 10-14 daga millibili hið minnsta).

Faraldsfræðileg skilmerki
Að minnsta kosti eitt af þremur eftirtöldum skilyrðum síðustu sjö daga fyrir veikindi eru fyrir hendi:
- sjúklingur hefur haft náið umgengni við staðfest sjúkdómstilfelli af völdum inflúensuveiru A (H1N1).
- sjúklingur hefur ferðast til svæðis þar sem viðvarandi staðfest smitun inflúensuveiru A (H1N1) manna á milli á sér stað.
- sjúklingur starfar á rannsóknarstofu sem fæst við greiningu á inflúensuveiru A (H1N1).

Flokkun sjúkdómstilfellis
A. Tilfelli sem sætir rannsókn
Sérhver sjúklingur sem uppfyllir klínísk og faraldsfræðileg skilmerki.

B. Líklegt tilfelli
Sérhver sjúklingur sem uppfyllir klínísk OG faraldsfræðileg skilmerki OG rannsóknarniðurstöður sýna merki um sýkingu af inflúensuveiru A sem ekki er hægt að flokka.

C. Staðfest tilfelli
Rannsóknarniðurstöður frá sjúklingi uppfylla rannsóknarskilmerki greiningar inflúensuveiru A (H1N1)

(2009/363/EC gildir fyrir ESB og EES)

 

Seltjarnarnesi 4. maí 2009
Sóttvarnalæknir

 

<< Til baka