Dreifibréf nr. 4/2009. Faglegar leiðbeiningar

Landlæknisembættið hefur í samvinnu við Ljósmæðrafélag Íslands gefið út faglegar leiðbeiningar fyrir heimaþjónustu ljósmæðra. Tilgangur leiðbeininganna er að samræma fagleg viðmið um heimaþjónustu ljósmæðra til sængurkvenna og tryggja gæði þjónustunnar og öryggi skjólstæðinganna annars vegar og hins vegar að stuðla að upplýstu vali móður/foreldra um þjónustu í sængurlegu.

Töluverðar breytingar hafa orðið á fæðingarhjálp á Íslandi síðustu áratugina og hefur fæðingarstöðum á landsbyggðinni fækkað til muna og fara langflestar fæðingar fram á Landspítalanum. Sængurlega á fæðingardeildum hefur styst og fara flestar konur sem fæða eðlilega og eignast heilbrigt barn heim innan 36 klukkustunda frá fæðingu og þiggja heimaþjónustu ljósmæðra. Heimaþjónusta ljósmæðra er því stór þáttur í umönnun sængurkvenna.

Landlæknisembættið hvetur ljósmæður sem sinna heimaþjónustu sængurkvenna til að kynna sér leiðbeiningarnar og nýta þær í samstarfi við nýburamæður og fjölskyldur þeirra.

Leiðbeiningarnar má nálgast á vefsetri embættisins á vefsíðunni Verklag og vinnubrögð/Heimaþjónusta ljósmæðra.

 

Seltjarnarnesi, 2. mars 2009
Landlæknir


Sent til heilbrigðisstofnana, heilsugæslustöðva og kvennasviða FSA, Akureyri, og Landspítala.

 

<< Til baka