Dreifibréf nr. 1/2009. Tilkynningaskylda til landlæknis

Í dreifbréfi landlæknis, nr. 4/2008, var vakin athygli á því að þeir sem hefja rekstur heilbrigðisþjónustu þurfa að tilkynna það til landlæknis, sbr. lög um heilbrigðisþjónustu nr. 40/2007 og lög um landlækni nr. 41/2007.

Landlæknir vill vekja athygli á því að einnig er kveðið á um í lögunum að skylt er að tilkynna landlækni ef meiri háttar breytingar verða á mönnun, búnaði, starfsemi og þjónustu rekstraraðila. Sé rekstri heilbrigðisþjónustu hætt skal tilkynna landlækni um það. Bent er á að upplýsingar um tilkynninguna og eyðublöð má nálgast á vefsetri Landlæknisembættisins.
Ljóst er að vegna efnahagsörðugleika eru auknar líkur á að breytingar verði á starfsemi í heilbrigðisþjónustu og þess vegna vill landlæknir vekja athygli á þessari tilkynningaskyldu.

 

Seltjarnarnesi, 17. febrúar 2009
Landlæknir

 

Sent til: Stofnana í heilbrigðisþjónustu og fagfélaga heilbrigðisstétta ásamt afriti til heilbrigðsráðuneytisins og Sjúkratrygginga Íslands

 

<< Til baka