Dreifibréf nr. 1/2010. Flutningur á bólusetningu til 4 ára aldurs

Sóttvarnalæknir hefur ákveðið að 5 ára bólusetning með Boostrix (dTaP) skuli nú fara fram við 4 ára aldur. 

Heilsugæslan er beðin um að dreifa bólusetningu 4-5 ára barna á 6-12 mánaða tímabil svo ekki skapist vandamál við afgreiðslu bóluefnisins.
Starfsmenn heilsugæslunnar eru jafnframt beðnir um að gera handvirkar leiðréttingar á áður útgefnum bæklingum og skírteinum um bólusetningar.


Seltjarnarnesi, 25. mars 2010
Sóttvarnalæknir

Sent til heilsugæslustöðva
Afrit: Heilbrigðisráðuneytið, Læknablaðið og Tímaritið Hjúkrun

 

<< Til baka