Dreifibréf nr. 6/2010. Handbók fyrir ung- og smábarnavernd

Endurskoðuð handbók fyrir ung- og smábarnavernd

Landlæknisembættið hefur nú endurskoðað handbók í ung- og smábarnavernd í kjölfar ábendinga frá starfsfólki heilsugæslustöðva. Gerðar voru einhverjar breytingar í nær öllum köflunum. Engar áherslubreytingar hafa verið gerðar fyrir utan að fyrirkomulagi bólusetninga hefur verið breytt á þann veg að nú er bólusett fyrir barnaveiki, stífkrampa og kíghósta við 4ra ára aldur, samkvæmt ákvörðun sóttvarnalæknis.

Handbókin verður enn um sinn eingöngu birt á rafrænu formi á vefsetri Landlæknisembættisins. Hún er birt bæði sem heildarskjal og einnig sem sundurliðaðir kaflar. Á vefsíðunni er einnig að finna uppfært „Yfirlit yfir skoðanir og bólusetningar" og nýjan „Leiðbeinandi lista yfir fræðslu í ung- og smábarnavernd".

Þá er vert að benda á fræðsluefnið „Að verða maður með mönnum" eftir Unni Guttormsdóttur sjúkraþjálfara.

Handbókin verður endurskoðuð reglulega og eru allar ábendingar og tillögur að frekari efni vel þegnar.

Seltjarnarnesi, 11. október 2010
Landlæknir

 

Sent Þróunarstofu heilsugæslunnar

 

<< Til baka