Dreifibréf nr. 1/2011. Innköllun yfirlita yfir atvik

Í lögum um landlækni. nr. 41/2007, 9. gr. kemur fram að heilbrigðisstofnanir, sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsmenn og aðrir sem veita heilbrigðisþjónustu skulu reglulega senda landlækni yfirlit um öll óvænt atvik.

Minnt er á að í lögum um landlækni. nr. 41/2007, 9. gr. kemur fram að heilbrigðisstofnunum, sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsmönnum og öðrum sem veita heilbrigðisþjónustu ber að tilkynna landlækni án tafar um óvænt atvik sem valdið hefur eða hefði getað valdið sjúklingi alvarlegu tjóni.

Undanfarin ár hafa yfirlit yfir atvik verið kölluð inn tvisvar á ári. Hér með er kallað eftir yfirliti yfir atvik seinni hluta ársins 2010, sjá meðfylgjandi eyðublöð á vefsetri embættisins,Yfirlit yfir atvik, sem sjúklingar/notendur heilbrigðisþjónustu verða fyrir og Yfirlit yfir atvik sem starfsmenn heilbrigðisþjónustu verða fyrir.

Á vefsetri embættisins koma fram ýmsar upplýsingar er tengjast atvikaskráningu og auk leiðbeininga um viðbrögð í kjölfar óvænts atviks í heilbrigðisþjónustunni.

Embættið vill taka fram að umtalsverð breyting hefur orðið varðandi atvikaskráningu til hins betra og vill þakka þeim fjölmörgu sem lagt hafa þar hönd á plóginn.

Óskað er eftir að þessu dreifibréfi verði komið á framfæri við framkvæmdastjóra lækninga og hjúkrunar á stofnuninni.

Seltjarnarnesi, 29. mars 2011
Landlæknir

Sent heilbrigðisstofnunum, sjúkrahúsum, heilsugæslustöðvum, hjúkrunar- og dvalarheimilum, meðferðar- og endurhæfingarstofnunum.

 

<< Til baka