Apabóla

Apabóla (monkeypox) er veirusjúkdómur landlægur í Mið- og Vestur Afríku þar sem veiran smitast helst frá dýrum (nagdýrum) í fólk. Veiran greindist fyrst í öpum árið 1958 og fékk þannig nafn sitt en fyrsta tilfelli í fólki greindist árið 1970. Veiran er orthopox veira og er náskyld bólusóttarveiru (smallpox). Sjúkdómurinn hefur hingað til verið sjaldgæfur utan Afríku.

Undanfarnar vikur hafa hins vegar greinst tilfelli apabólu í mörgum öðrum löndum, innan og utan Evrópu. Dreifing þessara smita hefur verið manna á milli, sem er óvenjulegra en ekki óþekkt. Allir geta smitast en sérstaklega hefur nú undanfarið borið á smitum milli karla sem stunda kynlíf með körlum.

 

Fyrir almenning

 

Fyrir heilbrigðisstarfsfólk

 

Erlendar leiðbeiningar

 

Síðast uppfært 14.09.2022