Lýðheilsusjóður

Lýðheilsusjóður er stofnaður á grunni fyrrum Forvarnasjóðs. Markmið hans samkvæmt lögum er að styrkja lýðheilsustarf bæði innan og utan embættisins. Sjá nánar í 4.gr.b. í lögum um landlækni og lýðheilsu. Nánar er kveðið á um hlutverk í reglugerð um lýðheilsusjóð.

Stjórn sjóðsins er skipuð af ráðherra og setur sjóðnum viðmið og úthlutunarreglur.

Í stjórn sjóðsins voru eftirtaldir skipaðir:

Aðalmenn:

 • Kristín Heimisdóttir, án tilnefningar, formaður
 • Sveinbjörn Kristjánsson, tiln. af Embætti landlæknis
 • Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, tiln. af Embætti landlæknis
 • Guðrún Halla Jónsdóttir, tiln. af fagráðum landlæknis um lýðheilsu
 • Gyða Sigurlaug Haraldsdóttir, tiln. af fagráðum landlæknis um lýðheilsu
 • Héðinn Jónsson, tiln. af fagráðum landlæknis um lýðheilsu
 • Karl Andersen, tiln. af fagráðum landlæknis um lýðheilsu, varaformaður


Varamenn:

 • Rafn M Jónsson, tiln. af Embætti landlæknis
 • Gígja Gunnarsdóttir, tiln. af Embætti landlæknis
 • Ársæll Már Arnarsson, tiln. af fagráðum landlæknis um lýðheilsu
 • Hákon Sigursteinsson, tiln. af fagráðum landlæknis um lýðheilsu
 • Guðlaug B Guðjónsdóttir, tiln. af fagráðum landlæknis um lýðheilsu


Í lögum um landlækni og lýðheilsu er landlækni gert skylt að setja á fót fagráð á helstu verksviðum embættisins sem í eiga sæti sérfróðir aðilar og fulltrúar stofnana og félagasamtaka á viðkomandi sviði. Fagráð skulu vera landlækni til ráðgjafar.

Fagráð landlæknis 
Fagráðin voru skipuð í fyrsta skipti 11. maí 2012 til tveggja ára. Endurskipað var í fagráðin haustið 2014.

Síðast uppfært 14.07.2016