Ebóla

Snemma árs 2014 fór að bera á ebólu í Vestur-Afríku. Fyrstu tilfellin greindust í Gíneu en veikin barst fljótlega til Sierra Leone og Líberíu og tilfellum fór hratt fjölgandi. Nánari upplýsingar um fjölda tilfella og útbreiðslu veikinnar er hægt að nálgast hér á vef Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar.

Það er ekki líklegt að ebóla berist hingað til lands, en vegna alvarleika veikinnar þarf viðbúnaður að vera til staðar til að taka á móti og annast hugsanleg tilfelli.

Hægt er að rjúfa smitleiðir með notkun viðeigandið hlífðarbúnaðar. Greiningarferlar og boðleiðir þurfa að vera á hreinu og fyrstu viðbrögð rétt til að draga úr líkum á smiti til heilbrigðisstarfsmanna.

Skjölin á þessari síðu eru m.a. ætluð heilbrigðsstarfsmönnum og öðrum viðbragðsaðilum sem koma að fyrstu viðbrögðum, greiningu og umönnun hugsanlegra ebólutilfella.

 

 

Fréttir um ebólu:

05.06.2015 Ebóla greinist enn í Gíneu og Síerra Leóne

21.10.2014 Staða viðbúnaðar gegn ebólu í október 2014

08.10.2014 Norrænt samstarf um heilbrigðisviðbúnað

15.09.2014 Ekkert lát er á ebólu í Vestur Afríku

11.08.2014 Ebólufaraldurinn í Vestur-Afríku. Nýjar ráðleggingar til ferðamanna

07.08.2014 Ebólufaraldurinn í Vestur-Afríku

08.04.2014 Ebólasýking greinist í fleiri löndum

Sóttvarnalæknir

 

Síðast uppfært 15.06.2015