Fara beint í efnið

Skráargatið er opinbert samnorrænt merki sem auðveldar hollara val á matvörum. Skáargatsmerktar matvörur innihalda hollari fitu, minna af sykri og salti og meira af trefjum og heilkorni. Það er gott fyrir heilsuna að velja vörur sem eru merktar með Skráargatinu.

Auk þess að vera upplýsandi fyrir neytendur hvetur slíkt merki matvælaframleiðendur til að þróa hollari vörur og stuðlar þannig að auknu úrvali af hollum matvælum á markaði. Skráargatið er líka notað í Svíþjóð, Noregi og Danmörku og sést á sumum vörum frá þessum löndum sem einnig fást á Íslandi.

Skráargatið, einfalt að velja hollara. Grein sem birt var á visir.is í mars 2023

Skráargatið er opinbert merki

Skráargatið er samnorrænt opinbert merki. Hvaða fæðuflokkar geta fengið Skráargatið og hvaða skilyrði þeir þurfa að uppfylla eru ákvörðuð sameiginlega af löndunum sem nota merkið (Svíþjóð, Noregur, Danmörk og Ísland). Á Íslandi standa Matvælastofnun og embætti landlæknis á bak við merkið. Framleiðendum er frjálst að nota Skráargatið á þær vörur sem uppfylla skilyrði til að bera merkið. Matvælastofnun og Heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga sjá um að farið sé eftir reglum um notkun merkisins.

Þjónustuaðili

Embætti land­læknis