Fara beint í efnið

Úttekt embættis landlæknis á geðheilsuteymi fangelsa

18. mars 2024

Í desember 2023 og janúar 2024 fór fram úttekt embættis landlæknis á geðheilsuteymi fangelsa sem tilheyrir Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.

Landlæknir logo - Fréttamyndir

Tilefni úttektarinnar var erindi sem borist hafa embættinu varðandi skort á geðheilbrigðisþjónustu fyrir fanga. Úttekt þessi tók til atriða er varða stefnumörkun, stjórnun, þjónustu, öryggismenningu og mönnun ásamt skoðun á samfellu og samráði milli þjónustustiga.

Skýrslan hefur nú verið birt á vef embættis landlæknis.

Ábendingar embættisins beinast að stjórnskipulagi heilbrigðisþjónustu við fanga en núverandi fyrirkomulag virðist ekki styðja við samhæfingu þjónustunnar og samráð þjónustuveitenda. Tilmæli embættisins beinast að fyrirkomulagi þjónustunnar og gæða- og umbótastarfi.

Embætti landlæknis mun fylgja eftir þeim tilmælum og ábendingum sem koma fram í skýrslunni.

Frekari upplýsingar
Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður landlæknis
kjartan.h.njalsson@landlaeknir.is