Fara beint í efnið

Öndunarfærasýkingar. Vikur 14 og 15 árið 2024

18. apríl 2024

Í nýrri samantekt er farið yfir tíðni öndunarfærasýkinga hérlendis og innlagna vegna þeirra í viku 14 og 15 og staðan í Evrópu reifuð.

Öndunarfærasýkingar. Nýtt tölublað

Inflúensa er enn í nokkuð stöðugri dreifingu en tilfelli af RSV og COVID-19 eru fá. Fjöldi innlagðra einstaklinga á sjúkrahúsi með öndunarfærasýkingu hefur sveiflast milli vikna en heilt yfir verið svipaður síðastliðna tvo mánuði. Flestir inniliggjandi eru með inflúensu.

Bæði mislingar og hettusótt bárust til landsins nýlega, eftir hlé á greiningum á COVID-19 tímabilinu, en ekki hafa fleiri tifelli greinst. Sjö hettusóttartilfelli greindust og eitt tilfelli mislinga.

Kíghósti greindist síðan á höfuðborgarsvæðinu í viku 14 og 15 og voru það fyrstu tilfelli kíghósta síðan 2019. Í þessari viku (viku 16) hafa greinst þrjú tilfelli til viðbótar.

Sumir þeirra, sem greinst hafa með kíghósta undanfarið, hafa verið með einkenni frá því í marsmánuði, aðrir skemur, því er ljóst að sýkingin hefur náð útbreiðslu, að minnsta kosti á höfuðborgarsvæðinu.

Sóttvarnalæknir