Hvert á að leita?

Sjá stærri mynd

Hér er útskýrt hvert á að leita innan heilbrigðisþjónustunnar ef heilsufarsvandi, veikindi eða slys steðja að. Notendur eru hvattir til að taka þátt í ákvörðunum um eigin meðferð og fylgjast með henni og láta í sér heyra ef eitthvað er óljóst eða ekki sem skyldi.

Innan íslensks heilbrigðiskerfis er margvísleg heilbrigðisþjónusta í boði til að sinna hinum ýmsum þörfum er snerta heilbrigði þjóðfélagsþegnanna. Brýnt er að notendur þjónustu viti hvert þeir geta leitað við hin margvíslegu tilefni, en slíkt getur reynst snúið í svo flóknu og sérhæfðu kerfi.

Í reitnum hér til hægri - Heilbrigðisstofnanir - er hægt að nálgast upplýsingar um allar  heilbrigðisstofnanir í landinu, bæði eftir tegundum stofnana og heilbrigðisumdæmum.

Heilbrigðisþjónustan á Íslandi er byggð á mismunandi þjónustu og þjónustustigum.

  • Heilsugæslugæslustöðvar sinna heimilislæknaþjónustu, hjúkrun, þ.m.t. heimahjúkrun og almennri heilsugæslu, auk slysa og bráðra veikinda. Hlutverk þeirra er að vera hornsteinn heilbrigðisþjónustu utan sjúkrahúsa.
  • Sjúkrahús eru ætluð til að sinna fólki sem þarf þjónustu með innlögn eða á göngudeild. Eingöngu heilbrigðisstarfsfólk getur óskað eftir innlögn á sjúkrahús en á Landspítala eru bráðamóttökur vegna slysa, bráðra veikinda og veikinda barna. Sjúkrahús skiptast í sérhæfð sjúkrahús og umdæmissjúkrahús. 
  • Sérfræðingsþjónusta er veitt á stofum einstakra sérfræðinga eða sérfræðingsteyma.

Til að auðvelda notendum að velja viðeigandi þjónustu í heilbrigðiskerfinu vísum við á opinberu upplýsinga- og þjónustugáttina Ísland.is, sem hefur að geyma víðtækar upplýsingar um þjónustu sem í boði er á vegum ríkis og sveitarfélaga. Þar er að finna mjög skilmerkilegar upplýsingar til að leiðbeina fólki um hvert hægt er að leita eftir heilbrigðisþjónustu.

 

 

Síðast uppfært 19.11.2015

Greinar og ítarefni

Sjá allt ítarefni