Hormónameðferð við tíðahvörf

Hormónameðferð við tíðahvörf

Breytingaskeið er tímabil í lífi hverrar konu, nokkur ár fyrir og nokkur ár eftir tíðahvörf, þegar starfsemi eggjastokka minnkar og loks hættir. Í hartnær þrjátíu ár hafa læknar meðhöndlað óþægindi og vanlíðan sem tengjast tíðahvörfum með hormónagjöf, í fyrstu með östrógeni en síðar hefur samsett meðferð östrógens og prógestagens orðið algengari vegna aukinnar hættu á egbolskrabbameini sem fylgdi östrógenmeðferð.

Í hartnær þrjátíu ár hafa læknar meðhöndlað óþægindi og vanlíðan sem tengjast tíðahvörfum með hormónagjöf

Því hefur verið haldið fram að samsett hormónameðferð (SHM) auki lífsgæði hjá konum við tíðahvörf, en rannsóknir sýna að það er ekki reglan og reyndar virðist staðhæfingin um aukin lífsgæði einkum eiga við hjá konum sem eru með óbærileg svitakóf.

Útgefið 25. apríl 2004

Stýrihópur um klínískar leiðbeiningar leggur til að vitnað sé til þeirra á eftirfarandi hátt:

Jónsdóttir LS, Einarsdóttir R, Guðmundsson JA, Gunnlaugsson B, Hansdóttir H, Helgason S, Ingvarsdóttir Ó, Jóhannesson A, Olgeirsson G, Ólafsdóttir H, Sigurðsson H. Kvenhormónameðferð um og eftir tíðahvörf. Klínískar leiðbeiningar. Landlæknisembættið, 2004. (Skoðað dd. mán ár). Sótt á: xxxxx

 

 

Kvenhormónameðferð um og eftir tíðahvörf. Klínískar leiðbeiningar

<< Til baka