Ristilkrabbamein

Krabbamein í ristli og endaþarmi eru meðal algengustu krabbameina vestrænna þjóða . Á Íslandi greinast að meðaltali 112 einstaklingar með þessi krabbamein árlega og um 40 sjúklingar deyja af þeirra völdum á hverju ári. Krabbamein í ristli er þriðja algengasta dánarorsök af völdum krabbameina meðal Íslendinga.

Orsakir krabbameina í risti og endaþarmi eru ekki þekktar, en samspil virðist vera milli umhverfisþátta og erfða. Í flestum tilvikum myndast krabbamein út frá góðkynja forstigsbreytingum sem eru kirtilæxli (adenomatous polyps).

Mikilvægi þess að geta fækkað dauðsföllum af völdum krabbameina er öllum ljóst. Krabbamein í ristli og endaþarmi eru í dag orsök mikils heilsutjóns og eru þriðja algengasta dánarorsök af völdum krabbameina meðal Íslendinga. Nokkrar mjög stórar rannsóknir þar sem einstaklingum hefur verið fylgt eftir í nálægt tvo áratugi hafa sýnt óyggjandi að fækka má dauðsföllum af völdum þessarra krabbameina með skimun þar sem leitað er að blóði í hægðum.

Útgefið 11. janúar 2002

Stýrihópur um klínískar leiðbeiningar leggur til að vitnað sé til þessara leiðbeininga á eftirfarandi hátt:

Theodórs Á, Sigurðsson F, Jónsson JS, Cariglia N, Ólafsson S, Stefánsson T. Skimun fyrir krabbameinum í ristli og endaþarmi. Klínískar leiðbeiningar. Landlæknisembættið 2002. (Skoðað dd.mán ár). Sótt á: http://www.landlaeknir.is/gaedi-og-eftirlit/heilbrigdisstarfsfolk/klininskar-leidbeiningar/leidbeiningar/item15089/Ristilkrabbamein

Ristilkrabbamein skimun, samantekt ráðlegginga

<< Til baka